Meðalaldur þeirra sem eru inniliggjandi á Landspítalanum er 63 ár. Innlögnum á spítalann vegna Covid-19 fjölgaði um sjö á milli daga en fjórtán voru inniliggjandi í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og þar af þrír í öndunarvél.
Aldrei hafa verið fleiri skráðir í eftirliti hjá göndudeild Landspítalans og eru þeir sem fyrr segir 5.126, þar af 1.142 börn. Í gær voru 4.335 undir eftirliti deildarinnar.