Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 14:31 Framkvæmdastjóri Landsbjargar á von á að flugeldasalan í ár verði svipuð og í fyrra. Vísir/Egill Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján. Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján.
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35