Nýgengi mest hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Vísir/Egill Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28