Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 11:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira