Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 13:53 Það var Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sem bar upp þá spurningu hvort hægt væri að láta veiruna gossa yfir samfélagið í ljósi vísbendinga um að ómíkrón-afbrigðið fæli í sér mildari veikindi en önnur afbrigði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19
Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent