Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 08:50 Bandaríski kennarinn dvaldi fimm tíma inn á klósetti Icelandair á leið til Íslands. Skjáskot Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira