Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. desember 2021 11:38 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Sigurjón. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum