Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. desember 2021 11:27 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira