Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. desember 2021 11:27 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent