Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 13:31 Hrunamannahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem berst fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu en innan þess sveitarfélags er þorpið Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“. Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“.
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira