Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. „Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18