Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. „Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18