CES 2022: Nýjustu tæki og tól til sýnis Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 11:34 Frá CES 2020. Fólki hefur aftur verið boðið að mæta til Las Vegast til að taka þátt þetta árið en þrátt fyrir það hafa fjölmörg fyrirtæki tilkynnt að þau muni halda fjarsýningar. AP/John Locher Consumer Electronic Show eða CES, ein vinsælasta tæknisýning heimsins, hefst formlega í Las Vegas á fimmtudaginn. Sýningin virðist þó ætla að vera með nokkuð minna sniði en oft áður og mörg fyrirtæki kynna vörur sínar og tækni á netinu. Á CES njóta sjónvörp og tölvur yfirleitt mikillar athygli og virðist sem sýningin í ár verði engin undantekning þar. Auk risanna sem þar sýna burði sína kynna forsvarsmenn smærri fyrirtækja einnig starfsemi sína, hugmyndir og tækni og reyna að laða að fjárfesta. Þannig líta oft óhefðbundnar og jafnvel undarlegar vörur dagsins ljós á CES. Sjá einnig: Bestu tækin sem við þurfum ekki á að halda Þó ráðstefnan hefjist formlega á fimmtudaginn er dagskráin þegar hafin. Samsung og LG kynna ný sjónvörp og tölvuskjái á CES2022. Kynning Samsung varðandi tölvuleikjaspilun hefur þegar vakið athygli en ný sjónvörp og skjáir frá fyrirtækinu munu gera notendum kleift að spila tölvuleiki í gegnum skýjaþjónustur á borð við Nvidia GeForce Now og Google Stadia. Þá munu sjónvörpin einnig tengjast nýjustu kynslóð leikjatölva, samkvæmt frétt The Verge. Í dag munu fjölmörg fyrirtæki halda kynningar. Þau eru AMD, LG, Nvidia, Hisense, Intel, Qualcomm, Sony, TCL og Samsung. Hægt verður að fylgjast með mörgum þeirra kynninga á Youtube-síðu CES2022. Tækni Bandaríkin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á CES njóta sjónvörp og tölvur yfirleitt mikillar athygli og virðist sem sýningin í ár verði engin undantekning þar. Auk risanna sem þar sýna burði sína kynna forsvarsmenn smærri fyrirtækja einnig starfsemi sína, hugmyndir og tækni og reyna að laða að fjárfesta. Þannig líta oft óhefðbundnar og jafnvel undarlegar vörur dagsins ljós á CES. Sjá einnig: Bestu tækin sem við þurfum ekki á að halda Þó ráðstefnan hefjist formlega á fimmtudaginn er dagskráin þegar hafin. Samsung og LG kynna ný sjónvörp og tölvuskjái á CES2022. Kynning Samsung varðandi tölvuleikjaspilun hefur þegar vakið athygli en ný sjónvörp og skjáir frá fyrirtækinu munu gera notendum kleift að spila tölvuleiki í gegnum skýjaþjónustur á borð við Nvidia GeForce Now og Google Stadia. Þá munu sjónvörpin einnig tengjast nýjustu kynslóð leikjatölva, samkvæmt frétt The Verge. Í dag munu fjölmörg fyrirtæki halda kynningar. Þau eru AMD, LG, Nvidia, Hisense, Intel, Qualcomm, Sony, TCL og Samsung. Hægt verður að fylgjast með mörgum þeirra kynninga á Youtube-síðu CES2022.
Tækni Bandaríkin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent