Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 12:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa séð neinar tillögur um sóttvarnaaðgerðir hjá þeim þingmönnum sem eru á móti þeim. Vísir Wilhelm Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira