„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:07 Það er stutt á milli tveggja bústaða við Elliðavatn, sem hafa hvor um sig brunnið til grunna með um viku millibili. Varla tilviljun, segir slökkviliðið. Vísir/Egill Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18