Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni Vísir Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49