Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni Vísir Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49