Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Sex þeirra er óbólusettir og tveir bólusettir. Í gær voru sjö á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél.
Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 9.494 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.280 börn. Í gær voru 8.726 sjúklingar í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.050 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 292 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.
Starfsfólki Landspítala sem er í einangrun fer fækkandi úr 207 í gær og í 185.