Hallærislegt virkjanaútspil Tómas Guðbjartsson skrifar 8. janúar 2022 07:00 Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Þjóðgarðar Ísafjarðarbær Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun