Mikið var um hávaðakvartanir til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær en lögregla fór í alls átján útköll vegna hávaðakvartana.
Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Vesturbæ og annar var handtekinn í Hlíðunum, grunaður um eignaspjöll.
Tíu ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna í gærkvöldi og í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.