Kári telur rétt að halda aðgerðum óbreyttum: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 12:01 Kári bindur vonir við mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar sem hófust í vikunni en þær geta metið hversu stór hluti landsmanna hefur smitast af kórónuveirunni. Niðurstaðna úr fyrri mælingu er að vænta um miðja næstu viku. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sé útgöngubann, en telur það þó ekki skynsamlegt hér á landi. Hann telur óbreyttar aðgerðir bestu leiðina en að styðja þurfi Landspítalann mun betur en gert hafi verið hingað til. „Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira