Nýjar hæðir í sýnatökum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:54 Von er á miklum fjölda barna í sýnatökur á morgun. vísir/vilhelm Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51
1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32
Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05