Innlent

Hrað­próf hafa kostað 900 milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum.
Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum. Vísir/Vilhelm/Egill

Hrað­­próf við kórónu­veirunni hafa verið vin­­sæl undan­farið og sér­­stakar hrað­­prófs­­stöðvar hafa víðs­vegar skotið upp kollinum. Bæði heilsu­­gæsla og einka­­aðilar sjá um fram­­kvæmd slíkra prófa og Sjúkra­­tryggingar Ís­lands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust.

Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum.

Öryggis­mið­stöðin er eitt þeirra fyrir­tækja sem heldur út sér­stökum hrað­prófs­stöðvum en Ómar Brynjólfs­son, fram­kvæmda­stjóri AI­VÖR sem er sér­stakt svið hjá Öryggis­mið­stöðinni, segir að einka­fyrir­tækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnna­hópi þeirra, enda þurfi að borga starfs­fólki laun og greiða leigu.

„Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúru­lega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í á­gætis­málum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hve­nær sam­komu­tak­markanirnar munu koma til með að hafa.

Bransinn ekki sérstaklega stöðugur

Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipu­lögðum við­burðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir há­tíðarnar, þegar jóla­tón­leikar og aðrir við­burðir voru tíðir.

„Þær [sam­komu­tak­markanirnar] tóku náttúru­lega gildi í gær. Við sáum alla­vega ekki neina fækkun í gær í sýna­tökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matar­boð. Eða náttúru­lega að fara er­lendis, þarf það vott­orð,“ segir Ómar.

Ómar segir að starf­semin hafi eðli málsins sam­kvæmt sveiflast í takti við gildandi tak­markanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sér­stak­lega stöðugur.

„Það er rosa­lega snemmt að segja til um hvaða á­hrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur á­hrif á upp­byggingu á okkar kúnna­hópi,“segir Ómar Brynjólfs­son, fram­kvæmda­stjóri AI­VÖR hjá Öryggis­mið­stöðinni.


Tengdar fréttir

Fólk streymir enn í hrað­próf þrátt fyrir undan­þágu

Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 

Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga

Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×