Að vera manneskja Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 17. janúar 2022 10:31 Ég hef átt mörg samtöl við dóttur mína sem er 15 ára um andlegt heilbrigði og líðan. Samtöl sem hafa leitt til umræðu um almenna líðan ungs fólks og hugmynda um væntinga til lífsins, hamingju og hvað það er að vera manneskja. Það er ótal margt sem hefur áhrif á börn og unglinga og þannig hefur það alltaf verið. Sérstaklega hraðar og stöðugar breytingar hafa verið í umhverfi unglinga síðustu ár m.a. í tengslum við samfélagsmiðla og þróun samfélagsins. Áskoranirnar eru alltaf að verða flóknari og fjölbreyttari. Þrátt fyrir mikið flæði upplýsinga sem hefur vissulega sína jákvæðu hliðar þá er það mikil áskorun fyrir þennan hópa að sigta út og sortera áreitið og upplýsingarnar. Ég leyfi mér að fullyrða að allar manneskjur glíma við á einhverjum tíma kvíða, hugsanavillur, depurð eða streitu. Þetta er einfaldlega partur af lífinu eins og fullorðið fólk þekkir. Því fannst mér mjög eðlilegt þegar dóttir mín spurði mig, af hverju það væri einblínt á kennslu og bækur um starfsemi líkamans sem snéri að vöðvum, hjarta, beinum, blóðrás o.þ.h í skólum en ekki því sem snéri að því, að vera manneskja ? Það er eilífðar bras að vera manneskja það þekkjum við öll. Lífið gefur og tekur, vindurinn ekki alltaf mildur og dalirnir og topparnir misjafnlega krefjandi og margir. Hvaða er í nesti í skólanum? Það sem skiptir höfuð máli er, hvernig við erum í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem við mætum í lífinu og hvernig við getum stutt annað fólk. Undirbúning að þessu ferðalagi lífsins þarf að hefjast snemma og fræðslan þar að taka mið af þörfum og þroska unglinga. Við verðum einfaldlega að huga því að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla að þessu leiti og nesta börnin okkar, færa þeim viðeigandi þekkingu til að hlúa að andlegri heilsu. Hjálpa þeim að þekkja þessar eðlilegu áskoranir sem við öll þurfum að takast á við, vinna með hugsanir sínar, sjálfsmynd og líðan. Í aðalnámskrá grunnskóla er alls ekki vel tekið utanum þetta. Nauðsynlegt er að huga að þessu markvisst innan skólakerfisins til að koma til móts við þessa brýnu þörf. Kennsla á hugrænni atferlismeðferð HAM, væri sem dæmi aðferðarfræði sem mætti huga að því að kenna börnum að tileinka sér. Áherslur sem þessar munu án efa gagnast þeim út lífið. Andlegt heilbrigði er ein grundvallar forsenda fyrir því að einstaklingurinn geti nýtt til framtíðar aðra færni og nám. Fræðsla sem þessi mun að sjálfsögðu ekki koma í staðinn fyrir sérfræðiaðstoð og stofnanir sem sinna alvarlegum veikindum og vanlíðan barna. Þetta er þó gríðarlega mikilvægur þáttur í langtíma markmiðum er lúta að heilbrigði einstaklingsins og þjóðarinnar til framtíðar. Ég tel ekki ástæðu til að telja upp þær greinar, ræður og rit sem hafa fjallað um líðan barna og unglinga ásamt skorti á úrræðum og plássi í heilbrigðiskerfinu fyrir þennan hóp síðustu ár. Það eru mikil verðmæti sem felast í því að kenna unglingum snemma að tileinka sér aðferðir sem miða að því að hlúa að eigin líðan. Líðan og andlegt heilbrigði barna og unglinga er viðfangsefni sem ætti að vera í forgangi í okkar samfélagi. Það þarf ekki að tíunda hverjar afleyðingarnar geta verið fyrir einstaklinginn, skólakerfið og samfélagið ef ekki er hugað að þessum málum. Að sama skapi er ávinningurinn af því að leggja áherslu á þessi mál augljós til framtíðar fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Borgarbyggð Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt mörg samtöl við dóttur mína sem er 15 ára um andlegt heilbrigði og líðan. Samtöl sem hafa leitt til umræðu um almenna líðan ungs fólks og hugmynda um væntinga til lífsins, hamingju og hvað það er að vera manneskja. Það er ótal margt sem hefur áhrif á börn og unglinga og þannig hefur það alltaf verið. Sérstaklega hraðar og stöðugar breytingar hafa verið í umhverfi unglinga síðustu ár m.a. í tengslum við samfélagsmiðla og þróun samfélagsins. Áskoranirnar eru alltaf að verða flóknari og fjölbreyttari. Þrátt fyrir mikið flæði upplýsinga sem hefur vissulega sína jákvæðu hliðar þá er það mikil áskorun fyrir þennan hópa að sigta út og sortera áreitið og upplýsingarnar. Ég leyfi mér að fullyrða að allar manneskjur glíma við á einhverjum tíma kvíða, hugsanavillur, depurð eða streitu. Þetta er einfaldlega partur af lífinu eins og fullorðið fólk þekkir. Því fannst mér mjög eðlilegt þegar dóttir mín spurði mig, af hverju það væri einblínt á kennslu og bækur um starfsemi líkamans sem snéri að vöðvum, hjarta, beinum, blóðrás o.þ.h í skólum en ekki því sem snéri að því, að vera manneskja ? Það er eilífðar bras að vera manneskja það þekkjum við öll. Lífið gefur og tekur, vindurinn ekki alltaf mildur og dalirnir og topparnir misjafnlega krefjandi og margir. Hvaða er í nesti í skólanum? Það sem skiptir höfuð máli er, hvernig við erum í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem við mætum í lífinu og hvernig við getum stutt annað fólk. Undirbúning að þessu ferðalagi lífsins þarf að hefjast snemma og fræðslan þar að taka mið af þörfum og þroska unglinga. Við verðum einfaldlega að huga því að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla að þessu leiti og nesta börnin okkar, færa þeim viðeigandi þekkingu til að hlúa að andlegri heilsu. Hjálpa þeim að þekkja þessar eðlilegu áskoranir sem við öll þurfum að takast á við, vinna með hugsanir sínar, sjálfsmynd og líðan. Í aðalnámskrá grunnskóla er alls ekki vel tekið utanum þetta. Nauðsynlegt er að huga að þessu markvisst innan skólakerfisins til að koma til móts við þessa brýnu þörf. Kennsla á hugrænni atferlismeðferð HAM, væri sem dæmi aðferðarfræði sem mætti huga að því að kenna börnum að tileinka sér. Áherslur sem þessar munu án efa gagnast þeim út lífið. Andlegt heilbrigði er ein grundvallar forsenda fyrir því að einstaklingurinn geti nýtt til framtíðar aðra færni og nám. Fræðsla sem þessi mun að sjálfsögðu ekki koma í staðinn fyrir sérfræðiaðstoð og stofnanir sem sinna alvarlegum veikindum og vanlíðan barna. Þetta er þó gríðarlega mikilvægur þáttur í langtíma markmiðum er lúta að heilbrigði einstaklingsins og þjóðarinnar til framtíðar. Ég tel ekki ástæðu til að telja upp þær greinar, ræður og rit sem hafa fjallað um líðan barna og unglinga ásamt skorti á úrræðum og plássi í heilbrigðiskerfinu fyrir þennan hóp síðustu ár. Það eru mikil verðmæti sem felast í því að kenna unglingum snemma að tileinka sér aðferðir sem miða að því að hlúa að eigin líðan. Líðan og andlegt heilbrigði barna og unglinga er viðfangsefni sem ætti að vera í forgangi í okkar samfélagi. Það þarf ekki að tíunda hverjar afleyðingarnar geta verið fyrir einstaklinginn, skólakerfið og samfélagið ef ekki er hugað að þessum málum. Að sama skapi er ávinningurinn af því að leggja áherslu á þessi mál augljós til framtíðar fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun