Hætt við að börn sem sæta ítrekað sóttkví dragist aftur úr í námi Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. janúar 2022 23:31 Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af námi barna sem ítrekað fara í sóttkví, eða missa af öðrum ástæðum úr skóla vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Þá séu dæmi þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í verndarsóttkví, þar sem þau sjálf eða heimilismenn séu í áhættuhópi. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira