Hætt við að börn sem sæta ítrekað sóttkví dragist aftur úr í námi Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. janúar 2022 23:31 Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af námi barna sem ítrekað fara í sóttkví, eða missa af öðrum ástæðum úr skóla vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Þá séu dæmi þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í verndarsóttkví, þar sem þau sjálf eða heimilismenn séu í áhættuhópi. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira