Heggur sá er hlífa skyldi Bjarni Sævarsson skrifar 22. janúar 2022 08:00 - Opið bréf til hinnar skinhelgu Ingu Sæland Sæl Inga Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru. Afar lítið rými hefur verið í hinum hefðbundnu búgreinum fyrir ungt fólk, því fór ég þá leið að halda merar til blóðgjafar því það er eina búgreinin þar sem eitthvað pláss hefur verið fyrir nýja aðila. Ég fullyrði að ég og mitt samstarfsfólk göngum ekki á heilsu meranna minna, annars væri þetta ekki og hefði ekki verið stundað í áratugi með góðum árangri. Reynslan lýgur ekki. Þær eru hraustar og því fer fjarri að þær séu einhver villidýr sem mega ekki sjá mann án þess að sturlast eins haldið hefur verið fram af mikilli vanþekkingu. Mínar merar eru elskar að mér og ég að þeim. Ég lít til þeirra nærri daglega árið um kring og þá koma þær og heilsa upp á mig, ljúfar og rólegar, hvort sem ég er að færa þeim hey á dráttarvél eða kem til þeirra gangandi. Í mínum búskap hef ég keypt að allskonar hryssur, sumar styggar og ótamdar. Þær undantekningalaust spekjast fljótt í mínu stóði og verða ekki minni djásn í mínum augun en þær sem ég hef fengið gæfar. Nú hefur þú á undanförnum misserum farið mikinn og haldið því fram að þú ætlir þér að útrýma fátækt ásamt því að vera mikill dýravinur. Því finnst mér skjóta skökku við að þú ætlir þér að svipta mig lifibrauðinu, sem var fyrir af skornum skammti og auk þess framundan gífurlegar hækkanir aðfanga í landbúnaði. Aukin heldur vilt þú neyða mig til að slátra mínum bústofni, merunum sem ég elska, með því að banna þeim að sjá sér farborða. Undarleg dýravernd það. Þar heggur sá er hlífa skyldi kæra Inga. Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri og skipa merunum mínum í ómerkta gröf. Þú ættir að skammast þín fyrir skinhelgina. Höfundur er hrossabóndi í Arnarholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Landbúnaður Flokkur fólksins Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
- Opið bréf til hinnar skinhelgu Ingu Sæland Sæl Inga Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru. Afar lítið rými hefur verið í hinum hefðbundnu búgreinum fyrir ungt fólk, því fór ég þá leið að halda merar til blóðgjafar því það er eina búgreinin þar sem eitthvað pláss hefur verið fyrir nýja aðila. Ég fullyrði að ég og mitt samstarfsfólk göngum ekki á heilsu meranna minna, annars væri þetta ekki og hefði ekki verið stundað í áratugi með góðum árangri. Reynslan lýgur ekki. Þær eru hraustar og því fer fjarri að þær séu einhver villidýr sem mega ekki sjá mann án þess að sturlast eins haldið hefur verið fram af mikilli vanþekkingu. Mínar merar eru elskar að mér og ég að þeim. Ég lít til þeirra nærri daglega árið um kring og þá koma þær og heilsa upp á mig, ljúfar og rólegar, hvort sem ég er að færa þeim hey á dráttarvél eða kem til þeirra gangandi. Í mínum búskap hef ég keypt að allskonar hryssur, sumar styggar og ótamdar. Þær undantekningalaust spekjast fljótt í mínu stóði og verða ekki minni djásn í mínum augun en þær sem ég hef fengið gæfar. Nú hefur þú á undanförnum misserum farið mikinn og haldið því fram að þú ætlir þér að útrýma fátækt ásamt því að vera mikill dýravinur. Því finnst mér skjóta skökku við að þú ætlir þér að svipta mig lifibrauðinu, sem var fyrir af skornum skammti og auk þess framundan gífurlegar hækkanir aðfanga í landbúnaði. Aukin heldur vilt þú neyða mig til að slátra mínum bústofni, merunum sem ég elska, með því að banna þeim að sjá sér farborða. Undarleg dýravernd það. Þar heggur sá er hlífa skyldi kæra Inga. Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri og skipa merunum mínum í ómerkta gröf. Þú ættir að skammast þín fyrir skinhelgina. Höfundur er hrossabóndi í Arnarholti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun