Má foreldri afþakka gagnslausa sáttameðferð Sævar Þór Jónsson skrifar 23. janúar 2022 12:01 Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Börn og uppeldi Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun