Sóknarfæri austan Elliðaáa fyrir hjólaborgina Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 10:30 Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun