Sóknarfæri austan Elliðaáa fyrir hjólaborgina Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 10:30 Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun