„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 14:32 Jóhann Páll segir óboðlegt með öllu að láta eins og forseti Alþingis, sem er einmitt Birgir Ármannsson sem sést í bakgrunni þessarar myndar, hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29