Látum verkin tala Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun