Markmiðið er skýrt Almar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun