Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:36 Eva Dögg segir nauðsynlegt að kynleiðréttingaraðgerðir verði settar í forgangsröðun. Vísir/Samsett Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi. Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi.
Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30