„Við erum svo hoppandi glöð“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. febrúar 2022 20:15 Brynhildur Guðjónsdóttir stýrir Borgarleikhúsinu. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. „Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59
Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01
Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46