550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun