Saman að settu marki Almar Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2022 11:00 Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Almar Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar