Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:50 Formaður Trans Íslands segir lífsnauðsynlegt fyrir trans fólk að komast í aðgerð. Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð. Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð.
Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira