Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:50 Formaður Trans Íslands segir lífsnauðsynlegt fyrir trans fólk að komast í aðgerð. Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð. Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð.
Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira