Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:42 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu í bréfaskriftum í desember og janúar, sem Katrín svaraði fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“ Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“
Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira