Sköpum gott veður í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Grunnskólar Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar