Fyrir leikina var ljóst að róðurinn yrði þungur þar sem Malaga eru ríkjandi evrópumeistarar og hafa verið stórveldi undanfarin ár.
Marija Jovanovic skoraði sjö mörk fyrir Eyjakonur og Sunna Jónsdóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Hjá Malaga var það Talita Carneira sem var atkvæðamest með sjö mörk.