Er eitt stig af karlrembu í lagi? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 22:31 „Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Jafnréttismál KSÍ Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun