Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2022 13:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. Eftir að Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, um ritstuld í desember í fyrra var greint frá því að siðanefnd Háskóla Íslands ætlaði að taka málið fyrir. Siðanefndin taldi sig þá geta tekið málið fyrir þar sem Ásgeir væri í virku ráðningarsambandi við Háskólann, þrátt fyrir að hann hafi verið í langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við sem seðlabankastjóri. Siðanefnd háskólans sagði þó af sér í síðustu viku og vísaði til þess að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, væri á öndverðum meiði um ráðningarsamband Ásgeirs. Fyrrverandi formaður nefndarinnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag. Málið ekki á borði rektors „Ég fékk fyrirspurn frá starfsmanni í launalausu leyfi og spurði hvort hann væri í virku ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og ég svaraði því á rökstuddan hátt, að hann væri ekki í virku ráðningarsambandi,“ segir Jón Atli. Hann lýsir því sem svo að á meðan að launalausu leyfi stendur sé ráðningarsambandið í dvala. „Þess vegna er mjög mikilvægt þegar starfsmaður leitar til mín, þó svo að hann sé í launalausu leyfi, að ég geti svarað þessu á fullnægjandi hátt vegna þess að hún hefur áhrif á hans réttarstöðu, og annarra sem eru í launalausu leyfi. Svo þetta þarf að vera á hreinu,“ segir Jón Atli. Morgunblaðið greinir frá því í dag að í yfirlýsingu siðarnefndarinnar komi fram að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og rektors, auk þess sem rektor hafi lýst eigin skoðun á málinu. Þessu hafnar Jón Atli. „Ég bara svaraði þessari fyrirspurn og efnislega hafði ég engin afskipti af málinu. En nefndin fékk mitt svar,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að siðanefnd hafi sagt af sér er málið enn á þeirra borði. „Málið er enn á borði siðanefndar og það þarf þá að skipa nýja nefnd og við þurfum þá að fara í það, en málið er ekki á mínu borði,“ segir Jón Atli. Segir árásir Bergsveins tilhæfulausar Í aðsendri grein á Vísi í dag svarar seðlabankastjóri ásökunum Bergsveins en Bergsveinn telur að Ásgeir hafi notað efni úr bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif bókarinnar Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hafnar ásökunum Bergsveins alfarið. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson,“ skrifar Ásgeir í greininni og vísar þar til greinar Bergsveins sem birtist á Vísi í desember. Ásgeir segir framgöngu Bergsveisn í málinu einnig hafa verið ósæmilega og óboðlega þar sem árásir Bergsveins á mannorð hans hafi verið tilhæfulausar. Með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í „opinberan farsa.“ Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Bókmenntir Höfundarréttur Tengdar fréttir Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Eftir að Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, um ritstuld í desember í fyrra var greint frá því að siðanefnd Háskóla Íslands ætlaði að taka málið fyrir. Siðanefndin taldi sig þá geta tekið málið fyrir þar sem Ásgeir væri í virku ráðningarsambandi við Háskólann, þrátt fyrir að hann hafi verið í langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við sem seðlabankastjóri. Siðanefnd háskólans sagði þó af sér í síðustu viku og vísaði til þess að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, væri á öndverðum meiði um ráðningarsamband Ásgeirs. Fyrrverandi formaður nefndarinnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag. Málið ekki á borði rektors „Ég fékk fyrirspurn frá starfsmanni í launalausu leyfi og spurði hvort hann væri í virku ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og ég svaraði því á rökstuddan hátt, að hann væri ekki í virku ráðningarsambandi,“ segir Jón Atli. Hann lýsir því sem svo að á meðan að launalausu leyfi stendur sé ráðningarsambandið í dvala. „Þess vegna er mjög mikilvægt þegar starfsmaður leitar til mín, þó svo að hann sé í launalausu leyfi, að ég geti svarað þessu á fullnægjandi hátt vegna þess að hún hefur áhrif á hans réttarstöðu, og annarra sem eru í launalausu leyfi. Svo þetta þarf að vera á hreinu,“ segir Jón Atli. Morgunblaðið greinir frá því í dag að í yfirlýsingu siðarnefndarinnar komi fram að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og rektors, auk þess sem rektor hafi lýst eigin skoðun á málinu. Þessu hafnar Jón Atli. „Ég bara svaraði þessari fyrirspurn og efnislega hafði ég engin afskipti af málinu. En nefndin fékk mitt svar,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að siðanefnd hafi sagt af sér er málið enn á þeirra borði. „Málið er enn á borði siðanefndar og það þarf þá að skipa nýja nefnd og við þurfum þá að fara í það, en málið er ekki á mínu borði,“ segir Jón Atli. Segir árásir Bergsveins tilhæfulausar Í aðsendri grein á Vísi í dag svarar seðlabankastjóri ásökunum Bergsveins en Bergsveinn telur að Ásgeir hafi notað efni úr bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif bókarinnar Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hafnar ásökunum Bergsveins alfarið. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson,“ skrifar Ásgeir í greininni og vísar þar til greinar Bergsveins sem birtist á Vísi í desember. Ásgeir segir framgöngu Bergsveisn í málinu einnig hafa verið ósæmilega og óboðlega þar sem árásir Bergsveins á mannorð hans hafi verið tilhæfulausar. Með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í „opinberan farsa.“ Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Bókmenntir Höfundarréttur Tengdar fréttir Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08
Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40