Eina: Margar af stjörnum íslenska landsliðsins fóru í handboltaskólann í Kiel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Ómar Ingi Magnússon og Lovísa Thompson eru meðal þeirra sem hafa farið í handboltaskólann í Kiel. Margar af skærustu stjörnum íslenska handboltans fóru í handboltaskólann í Kiel í Þýskalandi. Guðjón Guðmundsson kynnti sér þennan eina íslenska handboltaskóla í Kiel í Seinni bylgjunni. Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti