Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þjóðina stefna hraðbyri í átt að hjarðónæmi. vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira