Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þjóðina stefna hraðbyri í átt að hjarðónæmi. vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira
„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira