Mokstursdrengir segja þakklæti viðskiptavina bestu launin Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 19:26 Hlíðastrákarnir Gunnar Ingi Stefánsson, Þorsteinn Jökull Ívarsson, Gunnlaugur Hrafn Birgisson og Snorri Karl Veturliðason bjóða fólki að moka frá bílum og hreinsa snjó af innkeyrslum. Stöð 2/Egill Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa tólf hundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Ungir drengir í Hlíðunum tóku sig líka til og bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur. Eftir fannfergið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu er enn þungfært um margar íbúðagötur í borginni enda í forgangi að halda meginleiðum greiðum. Menn á her vinnuvéla hafa nánast unnið myrkrana á milli við að skafa burt snóinn og hafa vart undan. Allir myndu auðvitað vilja láta moka götuna hjá sér strax. En gatnakerfið í Reykjavík er nú bara tólf hundruð kílómetrar. Næstum eins langt og hringvegurinn. Að auki þarf að ryðja 600 kílómetra af stígum. Gísli Elí Guðnason og hundurinn Dallas voru á fullu að moka húsagötur í dag. „Þetta er búin að vera þvílík aktíón. Við erum búnir að vera síðustu tvær vikur á mjög löngum vöktum. Við erum að byrja svona um klukkan fjögur á nóttinni og eru að til níu á kvöldin,“ segir Gísli Elí. Gísli Elí Guðnason og hundurinn Dallas voru á fullu að moka húsagötur í dag. Gísli Elí man ekki eftir svo langri snjóatíð í Reykjavík.Stöð 2/Egill Það eru auðvitað allir að bíða eftir því að þeirra gata verið mokuð? „Já, það er algerlega þannig. Það kemur alltaf að því,“ segir Gísli Elí. Allt fari þetta eftir skipulagi og fólk verði að sýna þolinmæði. Er langt síðan þú hefur séð svona mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu? „Ég bara man ekki eftir svona í svo langan tíma. Það hafa alltaf komið skot en ekki í svona langan tíma,“ sagði Gísli Elí og var svo rokinn af stað í moksturinn með hundinum Dallas. Víða í húsagötum hafa myndast háir hryggir á miðjum götum og bílastæði eru á kafi í snjó. Undanfarna daga hafa margir á höfuðborgarsvæðinu átt í erfiðleikum með að komast út úr bílastæðum sínum eftir ruðninga frá snjóruðningstækjum. En fjórir ungir strákar í Hlíðunum, þeir Gunnar Ingi, Þorsteinn Jökull, Gunnar Hrafn og Snorri Karl voru með lausnina á því. Þeir bjóða fólki að moka frá bílastæðum og innkeyrslum gegn hóflegri borgun. „Við sáum vini okkar gera þetta. Þeir voru bara að taka tröppur, svo byrjuðum við að gera aðeins meira,“ segir Gunnlaugur Hrafn. Gætuð þið verið að þessu frá morgni til kvölds? „Já ef við nennum því,“ segir Gunnlaugur. „Svo erum við á æfingum og svona og erum dálítið þreyttir. En okkur er alveg sama, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Þorsteinn Jökull og félagar hans taka undir það. Strákarnir leggja sig alla fram í moksturinn og finnst gaman að moka.Stöð 2/Egill En leggist þið ekki bara eins og steinrotaðir á koddann í kvöld þegar þið eruð búnir að vinna í allan dag? „Jú, við sofnuðum frekar snemma í gær, um ellefu,“ segir Snorri Karl. Þeir voru allir sammála um að launin kæmu sér vel. En þeir eru allir að safna fyrir ferð á fótboltaskóla á Spáni næsta sumar nema Gunnar Ingi. Hann sagðist ekki vera að safna fyrir neinu sérstöku. En þótt launin komi sér vel voru þeir allir sammála um að þakklætið frá viðskiptavinum væri bestu launin. „Við fórum í eitt hús þar sem einhver níutíu ára gamall kall þurfti að komast. Hann þakkaði okkur vel fyrir og svona sem er mjög gaman,“ segir Þorsteinn Jökull. Þannig að þetta er þakklátt starf líka? „Já,“ sögðu hinir harðduglegu mokstursdrengir allir í kór. Reykjavík Veður Krakkar Bílastæði Snjómokstur Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15. febrúar 2022 20:41 Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. 15. febrúar 2022 16:39 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Eftir fannfergið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu er enn þungfært um margar íbúðagötur í borginni enda í forgangi að halda meginleiðum greiðum. Menn á her vinnuvéla hafa nánast unnið myrkrana á milli við að skafa burt snóinn og hafa vart undan. Allir myndu auðvitað vilja láta moka götuna hjá sér strax. En gatnakerfið í Reykjavík er nú bara tólf hundruð kílómetrar. Næstum eins langt og hringvegurinn. Að auki þarf að ryðja 600 kílómetra af stígum. Gísli Elí Guðnason og hundurinn Dallas voru á fullu að moka húsagötur í dag. „Þetta er búin að vera þvílík aktíón. Við erum búnir að vera síðustu tvær vikur á mjög löngum vöktum. Við erum að byrja svona um klukkan fjögur á nóttinni og eru að til níu á kvöldin,“ segir Gísli Elí. Gísli Elí Guðnason og hundurinn Dallas voru á fullu að moka húsagötur í dag. Gísli Elí man ekki eftir svo langri snjóatíð í Reykjavík.Stöð 2/Egill Það eru auðvitað allir að bíða eftir því að þeirra gata verið mokuð? „Já, það er algerlega þannig. Það kemur alltaf að því,“ segir Gísli Elí. Allt fari þetta eftir skipulagi og fólk verði að sýna þolinmæði. Er langt síðan þú hefur séð svona mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu? „Ég bara man ekki eftir svona í svo langan tíma. Það hafa alltaf komið skot en ekki í svona langan tíma,“ sagði Gísli Elí og var svo rokinn af stað í moksturinn með hundinum Dallas. Víða í húsagötum hafa myndast háir hryggir á miðjum götum og bílastæði eru á kafi í snjó. Undanfarna daga hafa margir á höfuðborgarsvæðinu átt í erfiðleikum með að komast út úr bílastæðum sínum eftir ruðninga frá snjóruðningstækjum. En fjórir ungir strákar í Hlíðunum, þeir Gunnar Ingi, Þorsteinn Jökull, Gunnar Hrafn og Snorri Karl voru með lausnina á því. Þeir bjóða fólki að moka frá bílastæðum og innkeyrslum gegn hóflegri borgun. „Við sáum vini okkar gera þetta. Þeir voru bara að taka tröppur, svo byrjuðum við að gera aðeins meira,“ segir Gunnlaugur Hrafn. Gætuð þið verið að þessu frá morgni til kvölds? „Já ef við nennum því,“ segir Gunnlaugur. „Svo erum við á æfingum og svona og erum dálítið þreyttir. En okkur er alveg sama, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Þorsteinn Jökull og félagar hans taka undir það. Strákarnir leggja sig alla fram í moksturinn og finnst gaman að moka.Stöð 2/Egill En leggist þið ekki bara eins og steinrotaðir á koddann í kvöld þegar þið eruð búnir að vinna í allan dag? „Jú, við sofnuðum frekar snemma í gær, um ellefu,“ segir Snorri Karl. Þeir voru allir sammála um að launin kæmu sér vel. En þeir eru allir að safna fyrir ferð á fótboltaskóla á Spáni næsta sumar nema Gunnar Ingi. Hann sagðist ekki vera að safna fyrir neinu sérstöku. En þótt launin komi sér vel voru þeir allir sammála um að þakklætið frá viðskiptavinum væri bestu launin. „Við fórum í eitt hús þar sem einhver níutíu ára gamall kall þurfti að komast. Hann þakkaði okkur vel fyrir og svona sem er mjög gaman,“ segir Þorsteinn Jökull. Þannig að þetta er þakklátt starf líka? „Já,“ sögðu hinir harðduglegu mokstursdrengir allir í kór.
Reykjavík Veður Krakkar Bílastæði Snjómokstur Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15. febrúar 2022 20:41 Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. 15. febrúar 2022 16:39 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36
Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15. febrúar 2022 20:41
Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. 15. febrúar 2022 16:39