Þjóðareign eða einkaeign? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 18:01 Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun