Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2022 06:39 Rússneskir skriðdrekar í Roskov, nærri landamærum Úkraínu. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Bretland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira