Innlent

Kölluð út vegna al­elda bíla í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um eldinn í hverfi 203 í Kópavogi.
Tilkynnt var um eldinn í hverfi 203 í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í bíl í hverfi 203 í Kópavogi um miðnætti.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að bíllinn hafi verið alelda þegar lögregla hafi komið á vettvang og eldurinn verið búinn að læsa sig í næsta bíl sem varð þá einnig fljótt alelda. Einnig segir að mögulegar skemmdir séu á tveimur bílum til viðbótar.

Í tilkynningu lögreglu segir einnig frá því að leigubílstjóri hafi óskað eftir aðstoð í Árbæ í Reykjavík þar sem farþegi hafi stungið af frá reikningi sem hljóðaði upp á 25 þúsund krónur.

Þá stöðvaði lögregla bíl í hverfi 103 í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn hefur einnig gerst sekur um ítrekaðan akstur svipturökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×