Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-24 | Valskonur í undanúrslit fjórða skiptið í röð Andri Már Eggertsson skrifar 22. febrúar 2022 21:47 vísir/hulda margrét Valskonur tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit eftir tveggja marka sigur á Haukum 26-24. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Valur kemst í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina á fyrstu mínútunum. Eftir tæplega átta mínútur voru Haukar þremur mörkum yfir og hafði Ásta Björt Júlíusdóttir gert þrjú af sex mörkum Hauka. Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, átti erfitt uppdráttar til að byrja með leiks og varði sinn fyrsta bolta þegar tæplegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Sara hrökk í gang þegar hún varði fyrsta skotið og pendúllinn snerist eftir það. Það kom ótrúlegur kafli þar sem Haukar gátu ekki keypt sér mark. Markaþurð Hauka stóð yfir í tæplega ellefu mínútur og var sóknarleikur liðsins í algjöru frostmarki. Valur gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð. Sara Odden minnkaði forskot Vals niður í fjögur mörk með ótrúlegu marki beint úr aukakasti þegar búið var að flauta til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 14-10. Haukar byrjuðu síðari hálfleik illa og skoruðu ekki mark á fyrstu fimm mínútum. Staðan var þá 16-11 og Valur í bílstjórasætinu. Valur virtist vera að fara nokkuð sannfærandi í undanúrslitin verandi sex mörkum yfir þegar tæplega átta mínútur voru til leiksloka. Haukar þéttu vörnina og gerðu fimm mörk á skömmum tíma og tókst gestunum að saxa forskot Vals niður í tvö mörk þegar tæplegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Valur vann á endanum tveggja marka sigur 26-24. Af hverju vann Valur? Eftir brösótta byrjun náði Valur frábæru áhlaupi þar sem heimakonur þéttu vörnina og gerðu sex mörk í röð. Fyrstu tuttugu mínútur Valskvenna í síðari hálfleik voru afar vel spilandi og var munurinn orðinn of mikill fyrir Hauka þegar þær söxuðu á forskot Vals. Hverjar stóðu upp úr? Morgan Marie Þorkelsdóttir var markahæst í liði Vals með sjö mörk. Morgan skoraði síðustu tvö mörk Vals í leiknum sem reyndist afar mikilvægt fyrir heimakonur. Í áhlaupi Vals í fyrri hálfleik datt Sara Sif Helgadóttir í gang. Sara endaði á að verja 10 skot í leiknum. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í Haukum með sjö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka hrundi í ellefu mínútur í fyrri hálfleik. Sama hvað Haukar reyndu að gera Valur átti svör við öllu. Sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks þar sem Haukar skoruðu ekki á fyrstu fimm mínútunum. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn mætast Valur og Fram í Origo-höllinni klukkan 19:30. Næsti leikur Hauka er fyrir norðan gegn KA/Þór þann 19. mars klukkan 16:00. Elín Klara: Misstum Val frá okkur í fyrri hálfleik Elín Klara skoraði sjö mörk í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, var afar svekkt með tveggja marka tap gegn Val. „Við misstum þetta niður í lok fyrri hálfleiks. Sóknarleikurinn var slakur þar sem okkur tókst ekki að ná góðri hreyfingu á boltann. Eftir það þurftum við að fara saxa á forskot Vals sem reyndist okkur erfitt,“ sagði Elín Klara í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust þremur mörkum yfir en síðan tók við kafli þar sem ekkert gekk upp og fannst Elínu ýmislegt vanta upp á. „Við byrjuðum fyrri hálfleik vel en síðan náði Valur að brjóta á okkur sókn eftir sókn og þá tókst okkur ekki að spila okkar leik.“ Haukar minnkuðu forskot Vals niður í tvö mörk þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en áhlaup Hauka kom of seint. „Krafturinn kom of seint. Við ætluðum okkur að byrja seinni hálfleik með þessa orku sem kom því miður bara í lokin,“ sagði Elín Klara að lokum. Íslenski handboltinn Valur Haukar
Valskonur tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit eftir tveggja marka sigur á Haukum 26-24. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Valur kemst í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina á fyrstu mínútunum. Eftir tæplega átta mínútur voru Haukar þremur mörkum yfir og hafði Ásta Björt Júlíusdóttir gert þrjú af sex mörkum Hauka. Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, átti erfitt uppdráttar til að byrja með leiks og varði sinn fyrsta bolta þegar tæplegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Sara hrökk í gang þegar hún varði fyrsta skotið og pendúllinn snerist eftir það. Það kom ótrúlegur kafli þar sem Haukar gátu ekki keypt sér mark. Markaþurð Hauka stóð yfir í tæplega ellefu mínútur og var sóknarleikur liðsins í algjöru frostmarki. Valur gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð. Sara Odden minnkaði forskot Vals niður í fjögur mörk með ótrúlegu marki beint úr aukakasti þegar búið var að flauta til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 14-10. Haukar byrjuðu síðari hálfleik illa og skoruðu ekki mark á fyrstu fimm mínútum. Staðan var þá 16-11 og Valur í bílstjórasætinu. Valur virtist vera að fara nokkuð sannfærandi í undanúrslitin verandi sex mörkum yfir þegar tæplega átta mínútur voru til leiksloka. Haukar þéttu vörnina og gerðu fimm mörk á skömmum tíma og tókst gestunum að saxa forskot Vals niður í tvö mörk þegar tæplegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Valur vann á endanum tveggja marka sigur 26-24. Af hverju vann Valur? Eftir brösótta byrjun náði Valur frábæru áhlaupi þar sem heimakonur þéttu vörnina og gerðu sex mörk í röð. Fyrstu tuttugu mínútur Valskvenna í síðari hálfleik voru afar vel spilandi og var munurinn orðinn of mikill fyrir Hauka þegar þær söxuðu á forskot Vals. Hverjar stóðu upp úr? Morgan Marie Þorkelsdóttir var markahæst í liði Vals með sjö mörk. Morgan skoraði síðustu tvö mörk Vals í leiknum sem reyndist afar mikilvægt fyrir heimakonur. Í áhlaupi Vals í fyrri hálfleik datt Sara Sif Helgadóttir í gang. Sara endaði á að verja 10 skot í leiknum. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í Haukum með sjö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka hrundi í ellefu mínútur í fyrri hálfleik. Sama hvað Haukar reyndu að gera Valur átti svör við öllu. Sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks þar sem Haukar skoruðu ekki á fyrstu fimm mínútunum. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn mætast Valur og Fram í Origo-höllinni klukkan 19:30. Næsti leikur Hauka er fyrir norðan gegn KA/Þór þann 19. mars klukkan 16:00. Elín Klara: Misstum Val frá okkur í fyrri hálfleik Elín Klara skoraði sjö mörk í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, var afar svekkt með tveggja marka tap gegn Val. „Við misstum þetta niður í lok fyrri hálfleiks. Sóknarleikurinn var slakur þar sem okkur tókst ekki að ná góðri hreyfingu á boltann. Eftir það þurftum við að fara saxa á forskot Vals sem reyndist okkur erfitt,“ sagði Elín Klara í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust þremur mörkum yfir en síðan tók við kafli þar sem ekkert gekk upp og fannst Elínu ýmislegt vanta upp á. „Við byrjuðum fyrri hálfleik vel en síðan náði Valur að brjóta á okkur sókn eftir sókn og þá tókst okkur ekki að spila okkar leik.“ Haukar minnkuðu forskot Vals niður í tvö mörk þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en áhlaup Hauka kom of seint. „Krafturinn kom of seint. Við ætluðum okkur að byrja seinni hálfleik með þessa orku sem kom því miður bara í lokin,“ sagði Elín Klara að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti