Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2022 12:11 Hreyfingar ungliða mótmæla aðgerðum Rússa fyrir utan sendiráð Rússlands í Berlín í Þýskalandi. Getty/ Omer Messinger Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um stöðuna í Úkraínu. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, segir stöðuna í landinu mjög alvarlega þar sem brotið hafi verið á fullveldi Úkraínu. „Það sem er kannski mikilvægast er samstaða nefndarfólks og þingsins gagnvart þessum atburðum sem við erum að horfa framan í. Við stöndum með samfélagi þjóðanna að sjálfsögðu í viðbrögðum við þeim og leggjum okkar að mörkum þar,“ segir Bjarni. Rússar hafi brotið alþjóðalög og almenningur í Úkraínu verði möguleg fórnarlömb átaka. Nefndin muni funda aftur síðdegis eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra væri komin heim til landsins af fundum með varnar- og utanríkisráðherrum í Evrópu. Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir mikilvægt að alger samstaða væri í nefndinni um viðbrögð gagnvart aðgerðum Rússa.alþingi „Ég legg áherslu á að geta átt strax fund með henni. Um leið og hún kemur til að fara yfir stöðuna og að hún geti deilt með okkur því sem hún hefur verið að fara yfir og að við getum ráðið í framhaldið,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Pútín kennir Vesturlöndum um hvernig komið er Orrahríðin heldur áfram milli rússneskra og vestrænna ráðamanna en bæði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa slegið af fundi með Vladimir Putin Rússlandsforseta annars vegar og Sergey Lavrov utanríkisráðherra hins vegar. Segja fundina tilganglausa eftir að Rússar viðurkenndu sjálfstæði hinna svo kölluðu alþýðulýðvelda í austurhluta Úkraínu og ákváðu að senda hersveitir inn í landið. Ungverjar eru nánast eina ríkið innan Evrópusambandsins sem er með góð tengsl við Rússland og því hafa menn velt fyrir sér afstöðu þeirra í Úkraínudeilunni. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, tók af allan vafa í þeim efnum í dag þegar hann sagði Ungverja styðja fullveldi Úkraínu. Í færslu á Facebook sagði ráðherrann að Ungverjar muni styðja allar sameiginlegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi. Vladimir Putin segir Vesturlönd bera alla ábyrgð á stöðunni í Úkraínu þar sem þau hafi skotið skollaeyrum við öllum tillögum Rússa um uppbyggingu sameiginlegs öryggiskerfis.Getty/Kay Nietfeld Efri deild rússneska þingsins staðfesti samhljóða í morgun heimild til Putins til að beita rússneskum hersveitum utan Rússlands sem neðri deildin, eða Dúman, samþykkti í gær. Putin sagði í morgun að Vesturlönd hefðu hundsað tillögur Rússa um uppbyggingu gagnkvæms öryggis. Í sjónvarpsávarpi í tilefni Föðurlandsdagsins sagði Putin Rússa reiðubúna til heiðarlegra viðræðna og diplómatískra lausna á mjög flóknum viðfangsefnum. Alþingi Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um stöðuna í Úkraínu. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, segir stöðuna í landinu mjög alvarlega þar sem brotið hafi verið á fullveldi Úkraínu. „Það sem er kannski mikilvægast er samstaða nefndarfólks og þingsins gagnvart þessum atburðum sem við erum að horfa framan í. Við stöndum með samfélagi þjóðanna að sjálfsögðu í viðbrögðum við þeim og leggjum okkar að mörkum þar,“ segir Bjarni. Rússar hafi brotið alþjóðalög og almenningur í Úkraínu verði möguleg fórnarlömb átaka. Nefndin muni funda aftur síðdegis eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra væri komin heim til landsins af fundum með varnar- og utanríkisráðherrum í Evrópu. Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir mikilvægt að alger samstaða væri í nefndinni um viðbrögð gagnvart aðgerðum Rússa.alþingi „Ég legg áherslu á að geta átt strax fund með henni. Um leið og hún kemur til að fara yfir stöðuna og að hún geti deilt með okkur því sem hún hefur verið að fara yfir og að við getum ráðið í framhaldið,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Pútín kennir Vesturlöndum um hvernig komið er Orrahríðin heldur áfram milli rússneskra og vestrænna ráðamanna en bæði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa slegið af fundi með Vladimir Putin Rússlandsforseta annars vegar og Sergey Lavrov utanríkisráðherra hins vegar. Segja fundina tilganglausa eftir að Rússar viðurkenndu sjálfstæði hinna svo kölluðu alþýðulýðvelda í austurhluta Úkraínu og ákváðu að senda hersveitir inn í landið. Ungverjar eru nánast eina ríkið innan Evrópusambandsins sem er með góð tengsl við Rússland og því hafa menn velt fyrir sér afstöðu þeirra í Úkraínudeilunni. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, tók af allan vafa í þeim efnum í dag þegar hann sagði Ungverja styðja fullveldi Úkraínu. Í færslu á Facebook sagði ráðherrann að Ungverjar muni styðja allar sameiginlegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi. Vladimir Putin segir Vesturlönd bera alla ábyrgð á stöðunni í Úkraínu þar sem þau hafi skotið skollaeyrum við öllum tillögum Rússa um uppbyggingu sameiginlegs öryggiskerfis.Getty/Kay Nietfeld Efri deild rússneska þingsins staðfesti samhljóða í morgun heimild til Putins til að beita rússneskum hersveitum utan Rússlands sem neðri deildin, eða Dúman, samþykkti í gær. Putin sagði í morgun að Vesturlönd hefðu hundsað tillögur Rússa um uppbyggingu gagnkvæms öryggis. Í sjónvarpsávarpi í tilefni Föðurlandsdagsins sagði Putin Rússa reiðubúna til heiðarlegra viðræðna og diplómatískra lausna á mjög flóknum viðfangsefnum.
Alþingi Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02