Hvenær er nóg, nóg? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Ég var nýlega að ræða húsnæðismál fatlaðs fólks í Kastljósi ásamt bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem í umræðunni velti fyrir sér hvenær nóg væri nóg. Í rödd bæjarstjórans mátti greina þreytu, jafnvel uppgjöf. Það er vel skiljanlegt, sveitarfélögum er í raun vorkunn. Þau bera mikla ábyrgð, og hafa lögbundnar skyldur gagnvart íbúum sínum. Öllum íbúum, og það kostar jú fé. Sveitarfélögum ber að bjóða upp á leiguhúsnæði á hóflegu verði fyrir þá íbúa sína sem á þurfa að halda. Þeim ber að sjá til þess að fatlaðir nemendur grunnskólanna fái þá þjónustu sem tryggð er í lögum. Krafan er um skóla án aðgreiningar með viðeigandi aðlögun til handa þeim nemendum sem þess þurfa. Fatlað fólk á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), það á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, hafa val um búsetu, með hverjum það býr, hvar og hvernig. Samkvæmt mannréttindasamningum á fatlað fólk rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Hafi aðgang að samfélaginu, hafi ferðafrelsi, og þá þjónustu sem það þarf til að geta tekið þátt eins og hver annar. Hafi aðgengi að menntun og störfum við hæfi. Sveitarfélögin hafa fengið í fangið fólk sem krefst virðingar og á rétt á tækifærum til jafns við annað fólk í samfélaginu og framfærslu sem er grunnur þessa alls. Aðeins þannig getur það verið virkir þátttakendur. Nú er um áratugur síðan málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur til sveitarfélaga. Í kjölfarið hefur þjónusta við fatlað fólk aukist, sem betur fer. Við erum öll sammála um að hverfa frá þeirri stofnanavæðingu sem einkenndi þjónustu við fatlað fólk. Það er ekki í samræmi við mannréttindasamninga að „geyma“ fatlað fólk þar sem það er ódýrast fyrir samfélagið. Ríkar kröfur eru um að stofnanir sem hafa hýst fatlað fólk séu lagðar niður, og herbergjasambýli heyri sögunni til. Að nafninu til, og kannski aðeins meira, eru mannréttindi fatlaðs fólks virt. Ég er viss um að í dag, í þeirri þróun og upplýsingu sem orðið hefur á þessum áratug, viðurkennum við sem samfélag að fatlað fólk skuli lifa sambærilegu lífi og aðrir. Líf fatlaðs fólks á ekki að vera á forsendum kerfisins, heldur á forsendum þess sjálfs. Lögfesting NPA var stór áfangi á þeirri leið. Starfsfólk í velferðarþjónustu sveitarfélaga vill gera vel en skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að fatlað fólk í raun, njóti lífs til jafns við aðra. Birtingarmynd þessa er að fatlað fólk býr í raun við skort á mannréttindum. Okkur, sem áður fórum um samfélagið ófötluð og sannfærð um að fötluðu fólki væri vel borgið í okkar samfélagi, er illa brugðið þegar við sjálf sem höfum fatlast vegna veikinda eða slysa sitjum frammi fyrir því að skyndilega eru þau mannréttindi sem við áður gengum að vísum, horfin. Núna erum við kostnaður. Tala í töflureikni. Við kostum sveitarfélagið, við kostum ríkið, og réttur okkar til mannsæmandi lífs kostar of mikið. Þess vegna má ganga á mannréttindi okkar. Barna og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, skipaði starfshóp til að fara yfir og greina kostnað sveitarfélaga af rekstri málaflokks fatlaðs fólks, eftir gildistöku laga nr. 38/2018, þar sem meðal annars er að finna réttinn til NPA. Skýrsla starfshópsins er væntanleg í byrjun mars. Í umsögn Kristrúnar Frostadóttur, þingmanns Samfylkingar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, má lesa að níu milljarða vanti í málaflokkinn, svo sveitarfélögin geti uppfyllt skyldur sínar. Það er öllum sem starfa í þessum geira ljóst að rangt var gefið í upphafi, löggjafinn hefur sem betur fer fært fötluðu fólki aukin réttindi, en þó ætlað öðrum að uppfylla þau án þess að fjármagn fylgi. En réttindum frestað er í raun réttindum neitað. Ríki og sveitarfélög verða að leysa peningamálin sín á milli, en ekki gera okkur að blórabögglum, ekki verðmerkja mannréttindi okkar. Ég skora á ríkið og sveitarfélög að viðurkenna rétt fatlaðs fólks til mannsæmandi lífs og þar með fyrir þann stuðning sem það á rétt á. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég var nýlega að ræða húsnæðismál fatlaðs fólks í Kastljósi ásamt bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem í umræðunni velti fyrir sér hvenær nóg væri nóg. Í rödd bæjarstjórans mátti greina þreytu, jafnvel uppgjöf. Það er vel skiljanlegt, sveitarfélögum er í raun vorkunn. Þau bera mikla ábyrgð, og hafa lögbundnar skyldur gagnvart íbúum sínum. Öllum íbúum, og það kostar jú fé. Sveitarfélögum ber að bjóða upp á leiguhúsnæði á hóflegu verði fyrir þá íbúa sína sem á þurfa að halda. Þeim ber að sjá til þess að fatlaðir nemendur grunnskólanna fái þá þjónustu sem tryggð er í lögum. Krafan er um skóla án aðgreiningar með viðeigandi aðlögun til handa þeim nemendum sem þess þurfa. Fatlað fólk á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), það á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, hafa val um búsetu, með hverjum það býr, hvar og hvernig. Samkvæmt mannréttindasamningum á fatlað fólk rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Hafi aðgang að samfélaginu, hafi ferðafrelsi, og þá þjónustu sem það þarf til að geta tekið þátt eins og hver annar. Hafi aðgengi að menntun og störfum við hæfi. Sveitarfélögin hafa fengið í fangið fólk sem krefst virðingar og á rétt á tækifærum til jafns við annað fólk í samfélaginu og framfærslu sem er grunnur þessa alls. Aðeins þannig getur það verið virkir þátttakendur. Nú er um áratugur síðan málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur til sveitarfélaga. Í kjölfarið hefur þjónusta við fatlað fólk aukist, sem betur fer. Við erum öll sammála um að hverfa frá þeirri stofnanavæðingu sem einkenndi þjónustu við fatlað fólk. Það er ekki í samræmi við mannréttindasamninga að „geyma“ fatlað fólk þar sem það er ódýrast fyrir samfélagið. Ríkar kröfur eru um að stofnanir sem hafa hýst fatlað fólk séu lagðar niður, og herbergjasambýli heyri sögunni til. Að nafninu til, og kannski aðeins meira, eru mannréttindi fatlaðs fólks virt. Ég er viss um að í dag, í þeirri þróun og upplýsingu sem orðið hefur á þessum áratug, viðurkennum við sem samfélag að fatlað fólk skuli lifa sambærilegu lífi og aðrir. Líf fatlaðs fólks á ekki að vera á forsendum kerfisins, heldur á forsendum þess sjálfs. Lögfesting NPA var stór áfangi á þeirri leið. Starfsfólk í velferðarþjónustu sveitarfélaga vill gera vel en skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að fatlað fólk í raun, njóti lífs til jafns við aðra. Birtingarmynd þessa er að fatlað fólk býr í raun við skort á mannréttindum. Okkur, sem áður fórum um samfélagið ófötluð og sannfærð um að fötluðu fólki væri vel borgið í okkar samfélagi, er illa brugðið þegar við sjálf sem höfum fatlast vegna veikinda eða slysa sitjum frammi fyrir því að skyndilega eru þau mannréttindi sem við áður gengum að vísum, horfin. Núna erum við kostnaður. Tala í töflureikni. Við kostum sveitarfélagið, við kostum ríkið, og réttur okkar til mannsæmandi lífs kostar of mikið. Þess vegna má ganga á mannréttindi okkar. Barna og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, skipaði starfshóp til að fara yfir og greina kostnað sveitarfélaga af rekstri málaflokks fatlaðs fólks, eftir gildistöku laga nr. 38/2018, þar sem meðal annars er að finna réttinn til NPA. Skýrsla starfshópsins er væntanleg í byrjun mars. Í umsögn Kristrúnar Frostadóttur, þingmanns Samfylkingar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, má lesa að níu milljarða vanti í málaflokkinn, svo sveitarfélögin geti uppfyllt skyldur sínar. Það er öllum sem starfa í þessum geira ljóst að rangt var gefið í upphafi, löggjafinn hefur sem betur fer fært fötluðu fólki aukin réttindi, en þó ætlað öðrum að uppfylla þau án þess að fjármagn fylgi. En réttindum frestað er í raun réttindum neitað. Ríki og sveitarfélög verða að leysa peningamálin sín á milli, en ekki gera okkur að blórabögglum, ekki verðmerkja mannréttindi okkar. Ég skora á ríkið og sveitarfélög að viðurkenna rétt fatlaðs fólks til mannsæmandi lífs og þar með fyrir þann stuðning sem það á rétt á. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun