Risastór sigur fyrir Ísland og hefði verið hræðilegt að þurfa að spila erlendis Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:36 Martin Hermannsson var ánægður með stuðninginn í Ólafssal í kvöld í sigrinum gegn Ítölum. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastór sigur fyrir Ísland og eitthvað til að byggja á,“ segir Martin Hermannsson sem einhvern veginn tókst að spila heilan leik og tvær framlengingar þrátt fyrir að meiðast tvisvar í fyrri hálfleik í kvöld. Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12
Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40